Jack N’Jill

Jack n’Jill er ástralskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir hágæða tannvörur fyrir börn. Tannburstarnir eru framleiddir úr óerfðabreyttrum maís sem gerir þá niðurbrjótanlega í náttúrunni (biodegradeable) og tannkremin eru náttúruleg með lífrænum innihaldsefnum. Frá merkinu fæst einnig húðumhirðu lína sem innhalda eingöngu náttúrleg innihaldsefni, innihalda enga pálmaolíu né paraben. Vörurnar eru vandaðar og fallegar og koma allar í umhverfisvænum umbúðum.