Nýjasta vörumerkið okkar “Snails” er frábær viðbót við úrvalið okkar. Safe ‘n’ Beautiful fyrirtækið framleiðir naglalakk án skaðlegra efna sem þvæst af með sápu ásamt fleiri skemmtilegum vörum fyrir börn. Vörurnar eru allar vandaðar og einstaklega fallegar

Snails naglalakkið er fyrsta sinnar tegundar, framleitt úr “water based” formúlu og inniheldur amk. 52% vatn. Naglalakkið er án skaðlegra efna “12 free” og það þvæst af með vatni og sápu. Það þýðir einnig að naglalakkið þvæst auðveldlega úr fatnaði eða af húsgögnum ef eitthvað sullast og geta börnin því hiklaust naglalakkað sig sjálf.

Naglalökkin koma í ótal fallegum litum, í tveimur mismunandi stærðum og í gjafasettum. Einnig býður Snails upp á ýmslegt fleira skemmtilegt, glimmer á neglur, límmiða á neglur, tattoo, krítar fyrir hárið ofl. Allt saman er þetta án allra eiturefna.

Sjá vöruúrvalið hér